C4 ilmurinn frá Manday Grooming

Manday Grooming vörurnar eru að mestu leiti framleiddar með hampi. Ilm línan, C4, sem sannarlega hefur slegið í gegn er ilmur sérhannaður fyrir herrana. Ilmurinn er algjörlega ógleymanlegur, fullur af öryggi, vellíðan og lúxus. Manday Grooming hefur sannarlega tekist vel til með C4, en C-in fjögur standa fyrir Cognac, Cigar, Cedarwood, Coffee (koníak, vindla, sedrusvið og kaffi) sem eru um leið undirstöður ilmsins. Ilmurinn endist vel, drjúgur í notkun og gefur góðan eftirilm. Hamphúsið kynnir með stolti vörur frá Manday Grooming.

C4 vörurnar má finna í sér vöruflokki í vefverslun Hamphússins, en einnig er velkomið að kíkja í til okkar, í Síðumúla 23 bakatil á opnunartímum og upplifa ilminn.

Deila pósti