Hamphúsið opnar

Hömpum hampinum

Þann 6. nóvember 2021 opnaði Hamphúsið formlega vefsíðu sína. Föstudaginn 12. nóvember verður svo formleg opnun sýningarrýmis okkar í Síðumúla 23, bakatil, á milli kl. 14 og 18. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Hamphúsið sérhæfir sig í sölu á vörum úr hampi, svokölluðum iðnarhampi. Það má framleiða nánast allt milli himins og jarðar úr hampi. Á hamphúsið.is má skoða það sem boðið er upp á, en úrvalið verður breytilegt og bætist sífellt við í náinni framtíð. Almennir opnunartímar eru á föstudögum frá kl. 14 til 18.

Séropnun, fyrir utan auglýstan opnunartíma, samkvæmt samkomulagi. Endilega hringið eða sendið okkur línu á hampur@hamphusid.is og við skoðum séropnun.

Hjónin Begga Rist og Sveinn Atli Gunnarsson eru eigendur Hamphúsins. Þau hafa starfað saman í rúman áratug í allskyns verkefnum, m.a. hestaleigu og reiðskóla, en nú á að hampa hampinum.

Til að lesa meira um hamp og hvers vegna hann er góður og vistvænn kostur, sjá Hömpum hampinum!

Deila pósti