Hamphúsið opnunarhátíð

Opnunarhátið Hamphússins verður haldin núna á föstudag, 12. nóvember, á milli kl. 14 og 18.

Komdu og kíktu við í Síðumúla 23 bakatil. Hamphúsið verður opið alla föstudaga á milli kl. 14 og 18, verið velkomin.

Vefverslunin er alltaf opin og hægt að panta nú þegar og fá sent heim eða jafnvel sækja á föstudag.

Hér er tengill á Facebook viðburð opnunarhátíðarinnar þar sem hægt er að skrá mætingu sína – ekki nauðsynlegt.

Hvers vegna að velja hamp?

  • Sterkari trefjar – Hampurinn er eitt sterkasta efnið á markaðnum. Hamptrefjar eru sterkari en til dæmis bómullartrefjar og sterkari en flest önnur vefnaðarvara. Þess vegna hefur hampur verið notaður í reipi og kaðla í gegnum aldirnar.
  • Endingarbetri – Vegna þess hve hampurinn er sterkur þá er gefur hann líka endingarbetri vörur.
  • Heldur sínu formi – Vara unnin úr hampi heldur betur formi en önnur vefnaðarvara því trefjarnar eru ekki bara sterkari heldur líka stífari.
  • Bakteríu- og sveppadrepandi virkni – Hampurinn virkar hemjandi á bakteríu- og sveppavöxt og er því framúskarandi í allan fatnað. Það ætti raunar að vera skylda að nota hamp í sokka, nærföt og íþróttaföt!
    Af sömu ástæðu er hampurinn frábær í handklæði, borðtuskur og diskaþurrkur svo fátt eitt sé nefnt. Hampurinn minnkar þannig líkurnar á að borðtuskan komi „gangandi“ á móti þér. Bómull býr ekki yfir þessum eiginleika.
  • Ferskari – Hampurinn andar og helst því ferskari en til dæmis bómull. Fyrir þá sem hafa tilhneigingu til að gleyma einhverju í þvottavélinni þá er hampurinn algerlega málið.
  • Meiri rakadrægni – Hampur býr yfir mikilli rakadrægni og er frábær í handklæði, diskaþurrkur, sokka og þess háttar. 
  • Litekta – Vegna rakadrægni hamps þá heldur hann lit betur en flest önnur vefnaðarvara.

Umhverfisþættir
Hampræktun er umhverfisvænni en önnur ræktun. 

Hömpum heiminum – notum hamp!

Verið velkomin

Inngangur Hamphússins

Deila pósti