Hvað er hampur?

Hinar mörgu hliðar hamps og notkun hans

Hvers vegna að velja hamp?

 • Sterkari trefjar – Hampurinn er eitt sterkasta efnið á markaðnum. Hamptrefjar eru sterkari en til dæmis bómullartrefjar og sterkari en flest önnur vefnaðarvara. Þess vegna hefur hampur verið notaður í reipi og kaðla í gegnum aldirnar.
 • Endingarbetri – Vegna þess hve hampurinn er sterkur þá er gefur hann líka endingarbetri vörur.
 • Heldur sínu formi – Vara unnin úr hampi heldur betur formi en önnur vefnaðarvara því trefjarnar eru ekki bara sterkari heldur líka stífari.
 • Bakteríu- og sveppadrepandi virkni – Hampurinn virkar hemjandi á bakteríu- og sveppavöxt og er því framúskarandi í allan fatnað. Það ætti raunar að vera skylda að nota hamp í sokka, nærföt og íþróttaföt!
  Af sömu ástæðu er hampurinn frábær í handklæði, borðtuskur og diskaþurrkur svo fátt eitt sé nefnt. Hampurinn minnkar þannig líkurnar á að borðtuskan komi „gangandi“ á móti þér. Bómull býr ekki yfir þessum eiginleika.
 • Ferskari Hampurinn andar og helst því ferskari en til dæmis bómull. Fyrir þá sem hafa tilhneigingu til að gleyma einhverju í þvottavélinni þá er hampurinn algerlega málið.
 • Meiri rakadrægni – Hampur býr yfir mikilli rakadrægni og er frábær í handklæði, diskaþurrkur, sokka og þess háttar. 
 • Litekta Vegna rakadrægni hamps þá heldur hann lit betur en flest önnur vefnaðarvara.

Umhverfisþættir
Hampræktun er umhverfisvænni en önnur ræktun. 

 • Það þarf mjög lítið vatn til að rækta hamp. 
 • Hampurinn vex mjög hratt og bindur því mikið af kolefni miðað við aðra ræktun. 
 • Hampur vex mjög víða, m.a. á Íslandi og er því mjög álitlegur kostur til að minnka mengun vegna flutnings og stuðla þannig að aukinni kolefnisbindingu.

Fleiri og fleiri veðja á að hampurinn muni gegna lykilhlutverki við að minnka kolefnisspor og stuðla að því bjarga heiminum frá hamfarahlýnun. Leikfangakeðjan LEGO í Danmörku hefur til dæmis lýst því yfir að hún muni á næstu árum skipta út plasti fyrir hamp í framleiðsluvörum sínum.

Hömpum heiminum – notum hamp!

Hvað er hampur?

Þegar við ræðum um hamp á þessum síðum þá er átt við svokallaðan iðnaðarhamp sem meðal annars er ræktaður hér á landi. Hampur hefur góðu heilli gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu árum eftir að hafa áratugum saman verið bannaður. 

Bannið byggðist á því að stjórnvöld víða um heim voru lengi að taka við sér og greina á milli hampplantna sem innihalda virk, hugbreytandi efni og iðnaðarhamps sem ekki er hægt að nota sem vímugjafa. Iðnaðarhampur inniheldur nefnilega ekki alveg sömu efni og hefðbundinn hampur. Stóri munurinn liggur í efninu tetrahydrocannabinol THC sem veldur vímu. Iðnaðarhampur inniheldur nánast ekkert THC og notkun og neysla á iðnaðarhampi veldur því ekki vímu. 

Á árum áður var hampur ræktaður mjög víða, meðal annars á Íslandi. Hamptrefjar voru þá notaðar til að búa til kaðla, segl, fallhlífar og margs konar vörur. Þannig voru til að mynda fyrstu Levi’s gallabuxurnar úr hampi! En vegna þess að ekki var gerður greinarmunur á mismunandi tegundum hamps var efnið slegið út af borðinu og vörur úr bómull og plastefnum sem meðal annars eru framleiddar úr jarðefnaeldsneyti, náðu yfirhöndinni. 

Nú er staðan að breytast og með breyttum lagaramma er hampur aftur farinn að sjást í alls konar vörum, frá vefnaði til snyrtivara, og vöruúrvalið vex með hverjum degi. 

Hömpum heiminum – notum hamp!

Hér má sjá fróðlegt myndband um not á hampi og hvernig það getur hjálpað til við að hjálpa plánetunni okkar til meiri sjálfbærni.